10! – Tíu ára samstarf gegnum Norrænan jafnréttissjóð
Í þessari samantekt kynnir NIKK reynslu, innsýn og sýnileg áhrif frá fyrstu 10 árum sjóðsins.
Þegar Norræna ráðherranefndin stofnaði norræna jafnréttissjóðinn í júní árið 2013 var markmiðið að auka við norrænt samstarf í jafnréttismálum. Síðan þá hefur sjóðurinn styrkt sjálfboðasamtök, stofnanir, fræðimenn og samstarfsnet í 79 mismunandi verkefnum. Í þessari samantekt kynnum við reynslu okkar, innsýn og sjáanleg áhrif fyrstu 10 ára sjóðsins.
Hér veitum við innsýn í tíu af þessum samstarfsverkefnum, eitt verkefni fyrir hvert ár í sögu sjóðsins, og sýnir þann árangur sem þau hafa skilað til jafnréttismála. Með stuttum fréttapistlum og viðtölum deila þátttakendurnir reynslu, lærdóm og innsýn sem þeirra jafnréttisverkefni hafa veitt. Þau velta fyrir sér ávinningi norræns samstarfs og hvernig við getum tekist á við þær áskoranir sem tilgreindar eru í norrænu samstarfsáætluninni um jafnrétti kynjanna. Þau segja einnig frá hvernig best sé að taka tillit til sjónarmiða barna og ungmenna í jafnréttisstarfi og leggja sitt af mörkum til að uppfylla heimsmarkmiðin um sjálfbærni.
- Author: NIKK
- Categories: Jafnréttis- og velferðarstefna, Norrænn jafnréttissjóður
- Year of publication: 2023-04-12