Skip to main content is
Warning: Undefined array key 1 in /home/nikkhems/public_html/wp-includes/functions.php on line 1182

Norrænn jafnréttissjóður auglýsir eftir nýjum verkefnum að fjármagna árið 2024!

""

Markmiðið með Norrænum jafnréttissjóði er að hvetja til norræns samstarfs innan jafnréttismála. Frá stofnun sjóðsins árið 2013 hefur hann fjármagnað yfir 90 verkefni og nú auglýsum við eftir fleiri verkefnum sem stuðla að ávinningi á norðurlöndum.


Til þess að fá styrk frá Norrænum jafnréttissjóði þarf skipulagður viðburður að hefjast á árinu 2024 og framkvæmd hans að vera lokið innan tveggja ára. Fjármagnið má til dæmis nota til að kynna nýjar sameiginlegar aðferðir, kynna nýja þekkingu, skipuleggja ráðstefnur og þróa tengslanet. Umsókn fer fram með eyðublaði sem hægt er að nálgast á nikk.no á meðan á umsóknartímabilinu stendur.

Samræður og samstarf er einn af hornsteinum norðurlandasamstarfs. Norrænn jafnréttissjóður opnar möguleika fyrir þetta. Sjóðurinn fjármagnar verkefni þar sem a.m.k. þrjú ólík samtök, frá a.m.k. þremur Norðurlöndum taka þátt. Litið er á Færeyjar, Grænland og Álandseyjar sem eitt land hvert fyrir sig, og baltneskt land getur einnig verið með í umsókn ef a.m.k. tvö Norðurlönd eru með. Það er velkomið að fleiri en þrjú lönd taki þátt í sömu umsókn.

Auglýsing Norræns jafnréttissjóðs fyrir árið 2024 felur í sér eyrnamerkt átak fyrir verkefni þar sem áhersla er lögð á jafnrétti í aðgerðum í loftlagsmálum á Norðurslóðum.

Norðurslóðaráð Norðurlandaráðsins leggur til auka fjármagn, 250.000 danskar krónur, til verkefna undir átakinu Nordic Leadership for Gender Equality in Climate Action.

Haustið 2024 munum við einnig auglýsa eftir styrkumsóknum fyrir Norrænand LGBTI-sjóð. Frekari upplýsingar koma með vorinu. Innblástur fyrir verkefni er að finna á heimasíðu okkar yfir fjármögnuð verkefni og í afmælisútgáfu okkar 10! – Tíu ára samstarf gegnum Norrænan jafnréttissjóð.

Rýnt í hugmyndir um kynferðislega áreitni í norrænu safnriti

Foto: Johnér

Í nýju safnriti skrifa vísindamenn og greinarhöfundar frá Norðurlöndunum um kynferðislega áreitni, ofbeldi og réttlæti. Stofnanirnar NIKK (Nordisk information för kunskap om kön) og skrifstofa kynjarannsókna við Gautaborgarháskóla (Nationella sekretariatet för genusforskning) standa á bak við bókina.


Finna má eldheitar svipmyndir og nýjar kenningar í safnritinu Re-Imagining Sexual Harrassment – Perspectives from the Nordic Region sem Policy Press/Bristol University Press gefur út þann 18.apríl. Í bókinni leitast greinahöfundar víða að frá Norðurlöndunum við að auka við og dýpka þekkingu á ofbeldi í atvinnulífinu, kynferðislegri áreitni innan háskólasamfélagsins og að skoða áskoranir og möguleika réttarkerfisins. Í ritinu birtast bæði fræðigreinar og greinar með listrænu ívafi. 

– Við buðum inn fræðimönnum starfandi á Norðurlöndunum sem hafa möguleika á að veita ný sjónarhorn og fræðilegt samhengi. Til þess að fá skýrari mynd af þekkingu um jaðarsetningu þótti okkur einnig mikilvægt að fá framlög frá fólki sem stendur utan háskólasamfélagsins. Skáldskapur nær betur að fanga suma líkamlega reynslu og þekkingu um jaðarsetningu og andspyrnu, segir Maja Lundqvist, ein af þremur ritstjórum bókarinnar. 

Safna saman fjölda rannsókna 

Í bókinni leiða ritstjórarnir rannsóknarsviðið inn á fjórar þematískar brautir. Á þeirri fyrstu er kynjamisrétti og kynferðisleg áreitni í samhengi við önnur form ofbeldis í samfélaginu til skoðunar. Sú næsta skoðar réttlæti, jaðarsetningu í réttarkerfinu og ábyrgð ríkisins. Þá er rýnt í ólíkar hliðar á norrænu jafnrétti og það hvernig ímyndin um réttlátt svæði sem er vinsamlegt konum getur í sjálfu sér verið hindrun fyrir breytingar. Fjórða þemað víkkar svo út hugmyndina um það hvað felst í að ”gera eitthvað í vandamálinu” annað en að skrifa tékklista og móta stefnur. 

– Bókin færir okkur kerfislegan skilning á því hvað felst í því að búa á Norðurlöndunum. Þegar kynferðisleg áreitni er skoðuð útfrá hugtökum um birtingarmyndir valds sem hafa þróast í krítískum fræðum þá koma fram munstur sem sýna hvernig hvernig ólíkar gerðir jaðarsetningar og valds viðhalda og styrkja hvort annað, segir ritstjórinn Kajsa Widegren. 

Þörf er á ábyrgð á víðfeðmum vanda  

Mikilvægt þema í bókinni er hvernig kynferðisleg áreitni í samfélaginu er álitin afbrigðileg en er á sama tíma normalíseruð. Þess vegna má ekki líta svo á að kynferðisleg áreitni sé eitthvað sem hefst og tekur enda í einstökum athöfnum, samkvæmt ritstjóranum Angelica Simonsson. 

– Það þarf að dreifa ábyrgðinni. Ef einungis er litið á kynferðislega áreitni sem einöngruð atvik á vinnustöðum þá mun okkur bara takast að eiga við hluta að vandanum, segir hún. 

Stofnanirnar NIKK (Nordisk information för kunskap om kön) og skrifstofa kynjarannsókna við Gautaborgarháskóla (Nationella sekretariatet för genusforskning) standa á bak við bókina. Hún er afurð þess starfs um kynferðislega áreitni sem stofnanirnar hafa drifið í Svíþjóð, norrænu og alþjóðlegu samhengi frá því #Metoo-hreyfingin hófst haustið 2017. Þessi margra ára vinna hefur gert stærð og eðli vandamálsins sýnilega sem leiddi til hugmyndarinnar um að vinna að bók. 

– Við vonumst til að bókin muni verða mikilvægt innlegg í umræðuna um kynferðislega áreitni. Norðurlöndin eru flókið landsvæði og í bókinni er sýnt fram á að hugmyndin um að sum lönd séu komin mun lengra á veg í jafnréttisbaráttunni eða hafi jafnvel lokið allri vinnu í jafnréttismálum getur staðið í veginum fyrir að hægt sé að vinna að breytingum, segir Maja Lundqvist.

10! – Tíu ára samstarf gegnum Norrænan jafnréttissjóð

Í þessari samantekt kynnir NIKK reynslu, innsýn og sýnileg áhrif frá fyrstu 10 árum sjóðsins.


Þegar Norræna ráðherranefndin stofnaði norræna jafnréttissjóðinn í júní árið 2013 var markmiðið að auka við norrænt samstarf í jafnréttismálum. Síðan þá hefur sjóðurinn styrkt sjálfboðasamtök, stofnanir, fræðimenn og samstarfsnet í 79 mismunandi verkefnum. Í þessari samantekt kynnum við reynslu okkar, innsýn og sjáanleg áhrif fyrstu 10 ára sjóðsins.

Hér veitum við innsýn í tíu af þessum samstarfsverkefnum, eitt verkefni fyrir hvert ár í sögu sjóðsins, og sýnir þann árangur sem þau hafa skilað til jafnréttismála. Með stuttum fréttapistlum og viðtölum deila þátttakendurnir reynslu, lærdóm og innsýn sem þeirra jafnréttisverkefni hafa veitt. Þau velta fyrir sér ávinningi norræns samstarfs og hvernig við getum tekist á við þær áskoranir sem tilgreindar eru í norrænu samstarfsáætluninni um jafnrétti kynjanna. Þau segja einnig frá hvernig best sé að taka tillit til sjónarmiða barna og ungmenna í jafnréttisstarfi og leggja sitt af mörkum til að uppfylla heimsmarkmiðin um sjálfbærni.

Stemmt stigu við hatursglæpum gegn hinsegin fólki (LGBTI) á Norðurlöndum

Þótt Norðurlandaþjóðirnar séu meðal framsæknustu þjóða heimsins hvað varðar stöðu og velferð hinsegin fólks í sínum samfélögum búa mörg úr þeim hópi við fordóma, ofbeldi, ógn og áreitni af ýmsu tagi vegna kynhneigðar sinnar og/eða kyntjáningar. Út er komin skýrsla sem varpar ljósi á stöðuna.


Í skýrslunni Hatursglæpir gegn hinsegin fólki (LGBTI) á Norðurlöndum er því lýst hvernig Norðurlandaþjóðirnar vinna að því að ná utan um og stemma stigu við hatursglæpum gagnvart hinsegin fólki og sjónum beint að markverðum þáttum í þeirri vinnu, svo sem hlutaðeigandi aðilum, aðgerðaáætlunum og löggjöf.

Öll hafa rétt til þess að vera til, búa og starfa á Norðurlöndum án þess að þurfa að óttast ofbeldi, ógn og mismunun. Með þessari úttekt fáum við betri forsendur til að bæta stöðu hinsegin fólks með því að benda á hvaða aðgerða er þörf. Til að mynda þarf að efla samstarf stjórnmálanna, opinberra aðila og almennings, segir Thomas Blomqvist jafnréttismálaráðherra Finnlands.

Í úttektinni er meðal annars skoðað hvernig lögregla og réttarkerfi í hverju landi fyrir sig vinna úr hatursglæpum. Þá eru tiltekin dæmi um ýmis verkefni og framtak sem auka þekkingu á sviðinu, auk þess sem ýmis konar stuðningsaðgerðir við þolendur eru tíundaðar. Samfélagslegt framtak og hlutverk almennings eru sömuleiðis til umfjöllunar.


Fyrirbyggjandi aðgerðir algengar

Skýrslan dregur upp nokkuð jákvæða mynd af þróun þessa málaflokks á Norðurlöndum síðustu áratugina en meðal þess sem er sérstaklega tiltekið er nýleg löggjöf um hatur og mismunun gagnvart hinsegin fólki. Í flestum Norðurlandanna tíðkast einnig fyrirbyggjandi aðgerðir til að ná utan um og fækka hatursglæpum sem fólk verður fyrir vegna kynhneigðar sinnar eða kyntjáningar. Í mörgum tilfellum koma opinberir aðilar og félagasamtök eða stofnanir saman að slíkum aðgerðum.

Meðal annarra jákvæðra þátta í þróun þessara mála sem tilteknir eru í skýrslunni er að í mörgum Norðurlandanna er úrvinnsla hatursglæpa í nokkrum forgangi. Gögnum er þá víða safnað um slíka glæpi, svo sem tíðni og staðsetningu, til að auka þekkingu á þeim. Til dæmis um aðrar aðgerðir í því skyni sem margar Norðurlandaþjóðir hafa ráðist í má nefna átak um að hvetja fólk til að tilkynna hatursglæpi, svo og fræðslu og þjálfun fyrir viðbragðsaðila.

Í skýrslunni koma að sama skapi fram takmarkanir og sóknarfæri í aðgerðum Norðurlandaþjóðanna gegn hatursglæpum. Á meðal þeirra eru vinnulag lögreglu og samvinna ólíkra aðila sem koma að úrvinnslunni. Dæmi um það sem telst ábótavant í vinnulagi lögreglu samkvæmt skýrslunni er misgreining, þ.e. að greina ekki undirliggjandi fordóma- eða haturshugmyndir að baki frömdum glæpum sem í raun ættu að flokkast sem hatursglæpir. Annað dæmi tekur til þess litla trausts til lögreglunnar meðal þess hóps sem er í mestri hættu á að verða fyrir hatursglæpum. Slíkar kringumstæður lágmarka líkur á að úrvinnsla á slíkum glæpum verði eins og hún getur best orðið. Í skýrslunni er loks bent á að efla þurfi samstarf lögreglu við stofnanir og samtök sem styðja við þolendur.


Frekari aðgerðir til að bæta stöðu hinsegin fólks á Norðurlöndum

Skýrslan er liður í víðtækri aðgerðaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni hinsegin fólks á Norðurlöndum sem sett var á fót 2020. Í tengslum við hana hafa þegar verið birtar rannsóknir sem snúa að heilsu og velferð ungs hinsegin fólks en á næsta ári stendur til að gera fræðilega úttekt á lífsskilyrðum eldra hinsegin fólks.

Skýrslan Hatursglæpir gegn hinsegin fólki á Norðurlöndum kemur út á vegum NIKK að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar í sambandi við málstofu,  LGBTI People‘s safety and Well-being — Good Practices in the Nordics, sem haldin verður í Helsinki þann 30. nóvember.

Read the full report here (PDF)
An accessible version of the publication can be found here

Nýr norræn verkefnastyrkur auglýstur með það að markmiði að stemma stigu við kynskiptingu á vinnumarkaði

Í ár auglýsir Norræna ráðherranefndin styrki til aðila inna Norðurlandanna til koma á fót samstarfsverkefni með það að markmiði að stemma stigu við kynskiptingu á vinnumarkaði. Fjórum milljónum danskra króna verður varið í þetta átak í heild. Upphæðin dreifist til norrænna samstarfsverkefna til fjögurra ára með það að markmiði að vinna að varanlegum breytingum.


Um miðjan ágúst 2020 opnar Norræna ráðherranefndin fyrir umsóknir um samstarfsverkefni sem hafa það að markmiði að stemma stigu við kynskiptingu á vinnumarkaði. Með þessari styrkveitingu vill ráðherranefndin leggja sitt af mörkum við að skapa sjálfbært atvinnulíf þar sem hæfileikar allra fá að njóta sín.

Mogens Jensen ráðherra jafnréttismála í Danmörku, sem jafnframt hefur umsjón með norrænu samstarfi þar í landi, leggur áherslu á að málaflokkurinn sé brýnn á öllum Norðurlöndunum. 

– ­Norðurlöndin hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum og þátttaka á vinnumarkaði er há meðal bæði kvenna og karla. Þrátt fyrir það er vinnumarkaðurinn að miklu leyti kynskiptur sem hefur ýmsar afleiðingar í för með sér fyrir bæði kynin en þær birtast á ólíkum sviðum eins og í efnahag, völdum og áhrifum, og heilsu og lífsgæðum. Þess vegna veitir Norræni jafnréttissjóðurinn nú styrki til verkefna sem hafa sem markmið að ávarpa þetta vandamál.

Átakið er sérstaklega brýnt í ljósi Kóronufaraldursins því afleiðingar faraldursins eru markaðar af því hversu vinnumarkaðurinn er kynskiptur. Þeir samfélagsgeirar sem hafa orðið fyrir miklum neikvæðum áhrifum vegna faraldursins eru mjög aðgreindir eftir kyni. Þetta hefur í för með sér að konur og karlar verða fyrir mismiklum áhrifum hvað varðar tekjumissi og breyttar vinnuaðstæður. 

Forgangsatriði í norrænu samstarfi  

Vinna við að stemma stigu við kynskiptingu á vinnumarkaði er í sérstökum forgangi í Norrænni samstarfsáætlun um jafnréttismál 2019-2022. Málaflokkurinn teygir sig inn á nokkur svið og tengist meðal annars námsvali, vinnuaðstæðum og frelsi frá kynferðislegri áreitni. Þessi styrkauglýsing veitir einstakt tækifæri til að mæta áskorunum sem fylgja þessum málaflokki og vinna í norrænu samstarfi að jafnrétti og sjálfbæru atvinnulífi fyrir alla. 

– Detta er einstakt átak sem beinist að málaflokki þar sem norrænt samstarf er einkar brýnt vegna þess hve vinnumarkaðir í þessum löndum eru svipaðir að uppbyggingu og formi. Við vitum að það er mikil þekking til staðar og vilji til að koma af stað þróun í málaflokknum. Okkar von er að þetta endurspeglist í umsóknunum, segir Mogens Jensen. 

Susanna Young Håkansson

Updated 17 August 2020