Norrænn jafnréttissjóður auglýsir eftir nýjum verkefnum að fjármagna árið 2024!
Markmiðið með Norrænum jafnréttissjóði er að hvetja til norræns samstarfs innan jafnréttismála. Frá stofnun sjóðsins árið 2013 hefur hann fjármagnað yfir 90 verkefni og nú auglýsum við eftir fleiri verkefnum sem stuðla að ávinningi á norðurlöndum.
Til þess að fá styrk frá Norrænum jafnréttissjóði þarf skipulagður viðburður að hefjast á árinu 2024 og framkvæmd hans að vera lokið innan tveggja ára. Fjármagnið má til dæmis nota til að kynna nýjar sameiginlegar aðferðir, kynna nýja þekkingu, skipuleggja ráðstefnur og þróa tengslanet. Umsókn fer fram með eyðublaði sem hægt er að nálgast á nikk.no á meðan á umsóknartímabilinu stendur.
Samræður og samstarf er einn af hornsteinum norðurlandasamstarfs. Norrænn jafnréttissjóður opnar möguleika fyrir þetta. Sjóðurinn fjármagnar verkefni þar sem a.m.k. þrjú ólík samtök, frá a.m.k. þremur Norðurlöndum taka þátt. Litið er á Færeyjar, Grænland og Álandseyjar sem eitt land hvert fyrir sig, og baltneskt land getur einnig verið með í umsókn ef a.m.k. tvö Norðurlönd eru með. Það er velkomið að fleiri en þrjú lönd taki þátt í sömu umsókn.
Auglýsing Norræns jafnréttissjóðs fyrir árið 2024 felur í sér eyrnamerkt átak fyrir verkefni þar sem áhersla er lögð á jafnrétti í aðgerðum í loftlagsmálum á Norðurslóðum.
Norðurslóðaráð Norðurlandaráðsins leggur til auka fjármagn, 250.000 danskar krónur, til verkefna undir átakinu Nordic Leadership for Gender Equality in Climate Action.
Haustið 2024 munum við einnig auglýsa eftir styrkumsóknum fyrir Norrænand LGBTI-sjóð. Frekari upplýsingar koma með vorinu. Innblástur fyrir verkefni er að finna á heimasíðu okkar yfir fjármögnuð verkefni og í afmælisútgáfu okkar 10! – Tíu ára samstarf gegnum Norrænan jafnréttissjóð.
- Author: NIKK
- Categories: Jafnréttis- og velferðarstefna, Norrænn jafnréttissjóður
- Year of publication: 2024-02-12
10! – Tíu ára samstarf gegnum Norrænan jafnréttissjóð
Í þessari samantekt kynnir NIKK reynslu, innsýn og sýnileg áhrif frá fyrstu 10 árum sjóðsins.
Þegar Norræna ráðherranefndin stofnaði norræna jafnréttissjóðinn í júní árið 2013 var markmiðið að auka við norrænt samstarf í jafnréttismálum. Síðan þá hefur sjóðurinn styrkt sjálfboðasamtök, stofnanir, fræðimenn og samstarfsnet í 79 mismunandi verkefnum. Í þessari samantekt kynnum við reynslu okkar, innsýn og sjáanleg áhrif fyrstu 10 ára sjóðsins.
Hér veitum við innsýn í tíu af þessum samstarfsverkefnum, eitt verkefni fyrir hvert ár í sögu sjóðsins, og sýnir þann árangur sem þau hafa skilað til jafnréttismála. Með stuttum fréttapistlum og viðtölum deila þátttakendurnir reynslu, lærdóm og innsýn sem þeirra jafnréttisverkefni hafa veitt. Þau velta fyrir sér ávinningi norræns samstarfs og hvernig við getum tekist á við þær áskoranir sem tilgreindar eru í norrænu samstarfsáætluninni um jafnrétti kynjanna. Þau segja einnig frá hvernig best sé að taka tillit til sjónarmiða barna og ungmenna í jafnréttisstarfi og leggja sitt af mörkum til að uppfylla heimsmarkmiðin um sjálfbærni.
- Author: NIKK
- Categories: Jafnréttis- og velferðarstefna, Norrænn jafnréttissjóður
- Year of publication: 2023-04-12