Skip to main content is

Finnland 2021

Norðurlöndin skiptast árlega á að fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Árið 2021 er formennskan í höndum finna.


Undir formennsku Finnlands mun norrænt samstarf í jafnréttismálum leggja áherslu á aðgerðir til að stemma stigu við hatursglæpum og sér í lagi áreitni á internetinu. Formennska finna mun einnig beina sjónum að spurningum sem varða samfélagsnorm og vinna gegn kynjuðum staðalmyndum, með sérstakri áherslu á leikskólastigið. Umönnunarábyrgð karla, föðurhlutverkið og fæðingarorlof munu einnig vera í brennidepli á árinu. Varðandi LGBTI-málefni verður lögð áhersla á spurningar um hatursglæpi, ógn og ofbeldi sem beinist að LGBTI fólki.

Á árinu munu finnar standa að verkefni sem miðar að því að skoða níð, hótanir og áreitni á internetinu útfrá kynjasjónarmiði. Verkefnið mun byggja á þeim niðurstöðum sem formennska Dana árið 2020 hefur skilað sem snýr að mikilvægi internetsins þegar kemur að aukinni róttækni/öfgum á stjórnmálasviðinu og vaxandi jarðvegi hótana og hatri á Norðurlöndunum. Í maj 2021 verður haldin ráðstefna um viðfangsefnið.

Í ljósi skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar State of the Nordic Fathers munu finnar setja af stað verkefni sem miðar að því að hafa auka jafnrétti meðal foreldra, sérstaklega hvað varðar umönnunarábyrgð feðra. Ráðstefna um viðfangsefnið verður haldin í apríl 2021.

Finnar munu leggja áherslu á jafnréttisáætlanir á leikskólastiginu og vinnu gegn kynjuðum staðalmyndum. Finnar stefna að því að kortleggja rannsóknir, skýrslur og lagasetningu sem eru til staðar í málaflokknum og skipuleggja samnorræna ráðstefnu um viðfangsefnið til að kynna nýja þekkingu og skiptast á reynslu. Webinar (fjarfundur) verður haldið um haustið 2021.  

Formennska finna árið 2021 mun halda áfram vinnunni við að styrkja þennan nýja málaflokk í stjórnmálum sem tengist jafnrétti, jafnræði og jöfnumtækifærum LGBTI fólks. Á árinu verður sérstökum sjónum beint að hatri, hótunum og ofbeldi í garð LGBTI fólks. Ráðstefna verður haldin í nóvember 2021. Sóst er eftir náinni samvinnu við frjáls félagasamtök, fræðafólk og yfirvöld sem og samvinnu við NIKK í tengslum við áframhaldandi kortlagningu á lífsskilyrði LGBTI fólks á Norðurlöndunum.