Nýr norræn verkefnastyrkur auglýstur með það að markmiði að stemma stigu við kynskiptingu á vinnumarkaði
Í ár auglýsir Norræna ráðherranefndin styrki til aðila inna Norðurlandanna til koma á fót samstarfsverkefni með það að markmiði að stemma stigu við kynskiptingu á vinnumarkaði. Fjórum milljónum danskra króna verður varið í þetta átak í heild. Upphæðin dreifist til norrænna samstarfsverkefna til fjögurra ára með það að markmiði að vinna að varanlegum breytingum.
Um miðjan ágúst 2020 opnar Norræna ráðherranefndin fyrir umsóknir um samstarfsverkefni sem hafa það að markmiði að stemma stigu við kynskiptingu á vinnumarkaði. Með þessari styrkveitingu vill ráðherranefndin leggja sitt af mörkum við að skapa sjálfbært atvinnulíf þar sem hæfileikar allra fá að njóta sín.
Mogens Jensen ráðherra jafnréttismála í Danmörku, sem jafnframt hefur umsjón með norrænu samstarfi þar í landi, leggur áherslu á að málaflokkurinn sé brýnn á öllum Norðurlöndunum.
– Norðurlöndin hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum og þátttaka á vinnumarkaði er há meðal bæði kvenna og karla. Þrátt fyrir það er vinnumarkaðurinn að miklu leyti kynskiptur sem hefur ýmsar afleiðingar í för með sér fyrir bæði kynin en þær birtast á ólíkum sviðum eins og í efnahag, völdum og áhrifum, og heilsu og lífsgæðum. Þess vegna veitir Norræni jafnréttissjóðurinn nú styrki til verkefna sem hafa sem markmið að ávarpa þetta vandamál.
Átakið er sérstaklega brýnt í ljósi Kóronufaraldursins því afleiðingar faraldursins eru markaðar af því hversu vinnumarkaðurinn er kynskiptur. Þeir samfélagsgeirar sem hafa orðið fyrir miklum neikvæðum áhrifum vegna faraldursins eru mjög aðgreindir eftir kyni. Þetta hefur í för með sér að konur og karlar verða fyrir mismiklum áhrifum hvað varðar tekjumissi og breyttar vinnuaðstæður.
Forgangsatriði í norrænu samstarfi
Vinna við að stemma stigu við kynskiptingu á vinnumarkaði er í sérstökum forgangi í Norrænni samstarfsáætlun um jafnréttismál 2019-2022. Málaflokkurinn teygir sig inn á nokkur svið og tengist meðal annars námsvali, vinnuaðstæðum og frelsi frá kynferðislegri áreitni. Þessi styrkauglýsing veitir einstakt tækifæri til að mæta áskorunum sem fylgja þessum málaflokki og vinna í norrænu samstarfi að jafnrétti og sjálfbæru atvinnulífi fyrir alla.
– Detta er einstakt átak sem beinist að málaflokki þar sem norrænt samstarf er einkar brýnt vegna þess hve vinnumarkaðir í þessum löndum eru svipaðir að uppbyggingu og formi. Við vitum að það er mikil þekking til staðar og vilji til að koma af stað þróun í málaflokknum. Okkar von er að þetta endurspeglist í umsóknunum, segir Mogens Jensen.
Susanna Young Håkansson