Skip to main content is

Viðmiðunarreglur

Viðmiðunarreglurnar eru byggðar á ákvörðun Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál varðandi jafnréttissjóðinn þann 23. júní 2013 og síðast fastákveðnar af embættismannanefndinni um jafnréttismál þann 29. nóvember 2018. Viðmiðunarreglurnar lýsa því hverju Norræna norrænanefndin sækist eftir frá verkefnum og stofnunum sem sækja um styrk.


Markmið og viðmið

Markmið sjóðsins er að hvetja til norræns samstarfs á sviði jafnréttismála innan ramma þeirrar samstarfsáætlunar sem ráðherrar jafnréttismála hafa sett fram og forgangsröðun hennar.

Stykur er veittur til verkefna sem fela í sér bæði norrænan hag og jafréttispólitískan ágóða. Allar umsóknir skulu tilgreina hvort verkefnin innihaldi eftirfarandi sjónarmið:

Jafnréttissjóðurinn fjármagnar aðeins verkefni sem hefjast sama ár og styrk er úthlutað og lýkur innan tveggja ára frá undirritun samnings. Starfsemi sem er hafin áður en umsóknarfrestur rennur út á ekki kost á að hljóta styrk.

Allar umsóknir verða metnar út frá því hvernig þær mæta eftifarandi kröfum og stefnum:

a) Norrænn hagur

Með norrænum hag er átt við að hvaða leyti og í hve miklu mæli verkefnið:

 • getur af sér áþreifanleg og jákvæð áhrif sem verða til fyrir tilstilli samstarfs í samanburði við þau áhrif sem hefðu náðst ef verkefnið hefði aðeins verið unnið á landsvísu.
 • sýnir fram á og þróar norræn tengsl innan sem utan svæðisins.
 • stuðlar að nýjum innviðum sem styrkja og bæta norrænt samstarf í jafnréttismálum.
 • mætir á uppbyggjandi hátt áskorunum sem fylgja norrænu samstarfi, eins og til dæmis hindrunum á landsvísu eða mismun milli landanna.

Að þessu leyti fer matið eftir því hversu vel umsóknirnar:

 • færa rök fyrir kostum þess að vinna verkefnið í norrænu samstarfi.
 • gera grein fyrir mati þátttakenda á bæði kostum og áskorunum sem þau telja að felist í samstarfi sem nær yfir landamærin.

b) Jafnréttispólitískur ágóði

Með jafnréttispólitískum ágóða er átt við að hvaða marki verkefnið:

 • miðar að því að mæta vandamálum tengdum misrétti milli kvenna og karla, stúlkna og drengja sem og mismun sem skilyrðir möguleika þeirra og mátt til að haga lífi sínu þeim sjálfum til framdráttar og til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.
 • stuðlar að nýjungum eða breytingum og/eða deilingu reynslu, þekkingar, aðferða eða líkana er varða kynjamisrétti/jafnrétti.
 • miðar að því að ávarpa og mæta þeim áskorunum sem koma í ljós í norrænu samstarfi um jafnréttismál.

Að þessu leyti miðar mat umsókna við hversu vel þær:

 • greina og lýsa vandamálum sem tengjast því kynjamisrétti sem samstarfsaðilar hafa borið kennsl á og verkefninu er ætlað að ávarpa og mæta.
 • útlista þann skilning sem samstarfsaðilar hafa á viðkomandi vandamálum útfrá fræðilegri þekkingu og/eða reynslu.
 • bera vitni um þekkingu á þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin á sviðinu, þar með töldum fræðilegri þekkingu og rannsóknum tengdum vandamálinu sem verkefninu er ætlað að ávarpa og mæta. Í ljósi þess er umsækjendum gert að skýra hvernig verkefnið mun stuðla að breytingum á eða viðbót við þá þekkingu sem þegar er til staðar.

c) Sjálfbærni/langtímasjónarmið

Með sjálfbærni er átt við í hvaða mæli:

 • þróun og framkvæmd verkefnisins opnar möguleika fyrir aðra að tileinka sér niðurstöður þess og draga lærdóm af hvort tveggja árangri sem náðst hefur og erfiðleikum við vinnslu þess.
 • vænst er þess að niðurstöður og framlög hafi varanleg áhrif, meðal annars með því að innviðir og afurðir verkefnisins einsog til dæmis tengslanet, vefsvæði, skýrslur og fleira séu gerð varanleg og aðgengileg viðeigandi markhópum.

Að þessu leyti miðast mat umsókna við það hversu vel þær:

 • skýra hvernig og til hvaða markhópa samstarfsaðilar ætla sér að miðla upplýsingum um verkefnið og niðurstöður þess. Sömuleiðis hvernig áætlað er að halda þessum upplýsingum til haga þannig að þær séu aðgengilegar viðeigandi markhópum eftir að verkefninu lýkur.

d) Framkvæmd

Með framkvæmd er átt við:

 • hversu líklegt það er, í ljósi hæfni og reynslu umsækjenda, að verkefnið verði framkvæmt með þeim hætti sem umsækjendur hafa tilgreint í umsókninni.
 • hvaða forsendur umsækjendur og samstarfsaðilar hafa til að geta unnið saman. Gera skal grein fyrir hvaða hæfni, sjónarmið og reynslu hver samstarfsaðili að umsókninni leggur af mörkum og hvernig þau vinna saman, vega upp á móti hvoru öðru og mynda heild.

Að þessu leyti miðar mat umsókna við það hversu vel þær:

 • skýra hvernig samstarfsaðilar mæta þeim vandamálum sem hafa verið greind. Gera skal grein fyrir og færa rök fyrir vali á aðferðafræði og verklagi með tilliti til þeirra niðurstaðna sem verkefninu er ætla að ná og þeim lærdómi sem yrði hægt að draga í kjölfarið.
 • skýra hvað aðalumsækjandi og samstarfsaðilar leggja af mörkum til verkefnisins og tilgreina reynslu af svipuðu samstarfi sé hún til staðar.

e) Trúverðuleiki fjárhagsáætlunar

Í umsókn skal gert ráð fyrir eigin framlagi eða öðrum fjárveitingum sem nemur að minnsta kosti 20% af heildarkostnaði verkefnis. Eigið framlag eða aðrar fjárveitingar geta verið í formi styrkja, sjálfboðavinnu, þátttökugjalds eða óbeinna kostnaða.

Upphæðin sem sótt er um skal vera á bilinu 50 000 og 500 000 danskar krónur (DKK)

Fjárhagsáætlun ska fylgja umsókn þar sem allir kostnaðarliðir og heildarupphæð eiga að vera gefin upp í dönskum krónum. Eigið framlag og heildarskotnaður skulu vera skýrt tilgreinidir í fjárhagsáætlun. Í fjárhagsáætlun skal skýra nákvæmlega hvaða útgjöldum upphæðin sem sótt er um styrk fyrir er ætlað að mæta með tilliti til heildarkostnaðar verkefnis.

Sérstök endurskoðun er ekki nauðsynleg fyrir lokayfirlit yfir verkefni, en verkefnastjórar ættu að halda yfirlitum sínum í lagi, þannig að utanaðkomandi endurskoðun ætti auðvelt með að fá yfirsýn yfir fjármálastjórnun verkefnisins.

Styrkir verða ekki veittir fyrir endurskoðanir eða ferðakostnað (nema um sé að ræða ferðakostnað fyrir fulltrúa sjálfboðasamtaka/samtaka sem ekki eru rekin með hagnaði og boðnum ræðumönnum).

Ekki er hægt að veita stuðning vegna óbeins kostnaðar, eins og laun fyrir stuðningsaðgerðir og rekstrarkostnað eins og leigu, rafmagn og upplýsingatækni.

Styrkir eru ekki veittir fyrir:

 • aðgerðir sem þegar hafa verið mótteknar eða sem leita eftir fjárstuðningi frá MR-JÄM eða öðrum sviðum innan Norrænu ráðherranefndarinnar
 • sarfsemi sem ekki skilar inn fjárhagsáætlun dönskum krónum (DKK).
 • aðgerðir sem stuðla að fjárhagslegum ávinningi eða samsvarandi fyrir styrkþega

Starfsemi sem hlýtur styrk getur átt von á því að fá úthlutað lægri heildarupphæð en þeirri sem sótt var um eða að hljóta aðeins styrk fyrir hluta af umsókninni. Í slíkum tilfellum þarf samningsgerðin endurskoðun á verkefna- og fjárhagsáætluninni með tilliti til þeirrar upphæðar sem veitt er.


Viðmiðunarkröfur starfsemis og styrkþega

Eftirfarandi starfsemi á kost á að hljóta styrk:

 • skipulagning norrænna samkoma eða hittinga.
 • úttektir.
 • myndun tengslaneta.
 • verkefni sem tengjast innra starfi stofnana eða félagasamtaka.
 • þátttaka frjálsra félagasamtaka í norrænum eða alþjóðlegum ráðstefnum/námskeiðum/fundum.

Jafnréttissjóðurinn beinir sér að breiðum markhópi og tekur á móti umsóknum um styrki frá ýmsum stofnunum og starfsemi, meðal annars frá:

 • frjálsum félagasamtökum.
 • tengslanetum.
 • opinberum stofnunum og annarri opinberri starfsemi (til dæmis sveitarfélögum og deildum eða eininga innan háskóla).
 • aðilum sem ekki stunda rekstur í hagnaðarskyni.
 • fyrirtækjum (litlum og meðalstórum).

Hvert verkefni verður að innihalda að minnsta kosti þrjú af eftirfarandi löndum:

 • Danmörk
 • Færeyjar
 • Finnland
 • Grænland
 • Ísland
 • Noregur
 • Svíþjóð
 • Álandseyjar

Verkefni sem felur í sér samstarf við samtök í nágrannalöndum, þ.e. Eistland, Lettland og Litháen, verða að hafa að minnsta kosti tvö norræn lönd sem taka þátt. Aðalumsóknaraðili verður að koma frá norrænu landi. Að öðru leyti á núverandi stefna Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf við lönd utan Norðurlanda við á öllum tímum.

Jafnréttissjóðurinn veitir aðeins styrki fyrir aðgerðir sem hefjast eftir að ákvörðun um fjárstuðning hefur verið tekin.

Hámarks tímalengd aðgerðar er 2 ár (24 mánuðir).


Afmörkun

Fjárstuðningur er ekki veittur fyrir verkefni:

 • sem þegar eru í gangi
 • með aðgerðum sem þegar hafa verið mótteknar eða sem leita eftir fjárstuðningi MR-JÄM eða öðrum sviðum innan Norrænu ráðherranefndarinnar
 • sem fela í sér samtök stjórnmálaflokka
 • þar sem samstarfsaðilar eru einstaklingar
 • sem hafa það markmið að stuðla að fjárhagslegum ávinningi eða samsvarandi fyrir styrkþega
 • sem uppfylla ekki kröfur um að minnsta kosti þrjú mismunandi aðildarsamtök frá að minnsta kosti þremur mismunandi löndum eða eru ekki í samræmi við kröfurnar sem lýst er hér að ofan fyrir þau lönd sem um ræðir
 • sem senda fjárhagsáætlun í öðrum gjaldeyri en dönskum krónum
 • Sem senda umsóknir eftir skilafrest
 • sem senda ókláraða umsókn (allir skyldureitir eru óútfylltir eða umsóknir eru án nauðsynlegra meðfylgjandi gagna)
 • sem fela í sér samtök stjórnmálaflokka
 • þar sem samstarfsaðilar eru einstaklingar
 • sem hafa það markmið að stuðla að fjárhagslegum ávinningi eða samsvarandi fyrir styrkþega
 • sem uppfylla ekki kröfur um að minnsta kosti þrjú mismunandi aðildarsamtök frá að minnsta kosti þremur mismunandi löndum eða eru ekki í samræmi við kröfurnar sem lýst er hér að ofan fyrir þau lönd sem um ræðir

Umsóknir og tímamörk

Umsóknir skulu annað hvort skrifaðar á einhverju skandínavísku tungumálanna (sænsku, dönsku eða norsku) eða ensku á þar til gert rafrænt umsóknareyðublað sem finna má á heimasíðu NIKK (www.nikk.no). Rafrænt umsóknarkerfi verður gert aðgengilegt á www.nikk.no u.þ.b. mánuði fyrir síðasta umsóknardag.

Með umsókn um styrk skal fylgja bæði verkefna- og fjárhagsáætlun fyrir fyrirhuguða starfsemi. Í umsókninni skal einn af umsækjendunum tilgreindur sem aðalábyrgðaraðili verkefnis.


Úthlutun, samningur og skýrslugerð

NIKK miðlar ákvörðun sjóðsins um styrkveitingu til umsækjenda í tölvupósti eftir að ákvörðun hefur verið tekin og embættismannanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar hefur gefist kostur á að beita neitunarvaldi sínu.

Starfsemi sem hlýtur styrk skal gera samning við NIKK sem fylgir ákveðnu ferli. Eftir að samningur hefur verið undirritaður er styrkurinn greiddur út til styrkþega. Styrkþegi getur reiknað með útborgun í fyrsta lagi einum mánuði eftir að beiðni um greiðslu hefur verið send. Miðað er við að 75 pósent af heildarupphæð veitts styrks greiðist út eftir undirritun samnings við upphaf verkefnis og þau 25 prósent sem eftir eru greiðast út eftir að lokaskýrslan hefur verið samþykkt þar á meðal lokafjárhagsskýrsla.

Aðalábyrgðaraðili verkefnisins (aðalumsækjandi) ber ábyrgð á því að skila inn lokaskýrslu (sjálfsmati) og fjárshagsuppgjöri til NIKK í síðasta lagi tveimur mánuðum eftir að verkefninu lýkur. Ónýttan hluta styrks skal endurgreiða til NIKK.

Lokaskýrsla skal meðal annars gera grein fyrir:

 • að hvaða leyti verkefnið hefur þjónað norrænum hag.
 • hvaða jafnréttispólitíska ágóða verkefnið hefur stuðlað að.
 • hverju verkefnið hefur áorkað (t.d. varanleg áhrif og afurðir í formi þekkingar og verkferla).
 • hvernig upplýsingum um starfsemina/verkefnið hefur verið dreift (til hversu margra einstaklinga/landa hefur upplýsingum verið miðlað, til hvaða markhópa og eftir hvaða farvegum).
 • hvernig upplýsingum um samstarfið og niðurstöðum verkefnisins verður miðlað í framhaldinu og hvernig þær upplýsingar munu nýtast styrkþegum (stofnunum eða samtökum sem stóðu að verkefninu) í framtíðinni.
 • mikilvægust lærdómarnir sem hægt er að draga af verkefninu.