Viðmiðunarreglurnar fyrir Norrænan LGBTI-sjóð voru settar og fastákveðnar af Norrænu ráðherranefndinni um jafnréttismál og LGBTI (MR-JÄM) þann 26. nóvember 2020. Leiðbeiningarnar lýsa því hvers Norræna ráðherranefndin væntir af verkefnum og aðilum sem sækja um.
Norrænn LGBTI-sjóður er í umsýslu Nordisk information för kunskap om kön (NIKK) sem er samstarfsaðili MR-JÄM.
Markmið sjóðsins er að hvetja til norræns samstarfs á sviði LGBTI-málefna innan ramma samstarfsáætlunar um jafnréttismál, þar með talinn viðaukann um jafnrétti, jafnræði og jöfn tækifæri LGBTI fólks á Norðurlöndunum, sem gildir út gildistíma áætluninnar frá 1. janúar 2021 – 31. desember 2024.
MR-JÄM getur, í gegnum embættismannanefndina um jafnrétti og LGBTI (ÄK-JÄM), árlega ákveðið að leggja áherslu á eitthvað sérstakt málefni eða þema til að styðja við.
Styrkir eru veittir til verkefna sem fela í sér norrænan hag og framlag til vinnunnar við að standa vörð um jafnrétti, jafnræði og jöfn tækifæri LGBTI fólks á Norðurlöndunum. Allar umsóknir til sjóðsins skulu tilgreina hvort þau feli í sér eftirfarandi sjónarmið:
Norrænn LGBTI-sjóður styrkir verkefni sem hefjast sama ár og úthlutað er úr sjóðnum og lýkur innan tveggja ára frá því að verkefnið hefst. Verkefni sem eru hafin áður en umsóknarferli lýkur er ekki veittur styrkur.
Allar umsóknir verða að tilgreina hvernig verkefnið mætir eftirfarandi kröfum og stefnum og verða metnar útfrá því hvernig þessir þættir eru ávarpaðir:
Með norrænum hag er átt við að hvaða marki verkefnið:
Að þessu leyti fer matið eftir því hversu vel umsóknirnar:
Hér skal skýrt hversu vel verkefnið:
Í þessu sambandi fer matið eftir því hversu vel umsóknirnar:
Að þessu leyti miðast mat umsókna við það hversu vel þær:
Með framkvæmd er átt við:
Að þessu leyti miðar mat umsókna við það hversu vel þær:
Í umsókninni skal gert ráð fyrir eigin framlagi eða öðrum fjárveitingum sem nemur að minnsta kosti 20% af heildarkostnaði verkefnisins. Eigið framlag eða aðrar fjárveitingar geta verið í formi styrkja, sjálfboðavinnu, þátttökugjalds eða óbeinna kostnaða.
Upphæð sem sótt er um skal vera á bilinu 50 000 og 500 000 danskar krónur (DKK).
Fjárhagsáætlun skal fylgja umsókn sem viðhengi og allir kostnaðarliðir og heildarupphæð skulu vera gefin upp í dönskum krónum. Eigið framlag og heildarkostnaður verða að vera skýr í fjárhagsáætlun. Í fjárhagsáætlun skal nákvæmlega lýst hvað hver kostnaðaliður dekkar.
Ferðatyrkir eru einungis veittir til fulltrúa frjálsra félagasamtaka, fulltrúa samtaka sem ekki starfa í hagnaðarskyni eða boðinna fyrirlesara. Styrkir eru ekki veittir til fjárhaldsendurskoðunar eða óbeins kostnaðar. Með óbeinum kostnaði er meðal annars átt leigu á húsnæði eða kostnaður vegna fjármáladeildar.
Starfsemi sem hlýtur styrk getur átt von á því að fá lægri heildarupphæð en sótt var um eða að hljóta aðeins styrk fyrir hluta af umsókninni. Viðtaka styrks er í þeim tilvikum háð því að til komi ný verkefnalýsing ásamt uppfærðri fjárhagsáætlun.
Eftirfarandi starfsemi á kost á að hljóta styrk:
Norrænn LGBTI-sjóður beinir sér að breiðum markhópi og tekið er við umsóknum frá margbreytilegum hópi stofnana og samtaka, eins og til dæmis:
Hvert verkefni verður að fela í sér beina tengingu við að minnska kosti þrjú norðurlönd, og þá eru Færeyjar, Grænland og Álandseyjar taldar sem sér einingar. Þar að auki eru styrkir veittir til starfsemi sem inniheldur samstarf við nærliggjandi svæði þ.e.a.s. Eistland, Lettland, Litháen og norðvestur Rússland ef að minnsta kosti tvö norðurlönd taka þátt í verkefninu. Aðalumsækjandi skal vera frá einhverju norðurlandanna eða Færeyjum, Grænlandi eða Álandseyjum.
Styrkir eru ekki veittir til:
Umsóknir skulu vera á einu þriggja skandinavísku tungumálanna eða ensku og gerðar á þar til gert umsóknareyðublað sem hægt er að nálgast á heimsíðu NIKK (www.nikk.no). Umsóknareyðublaðið verður aðgengilegt á www.nikk.no um það bil einum mánuði áður en umsóknarfrestur rennur út.
Með umsókn ska fylgja tímaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir fyrirhugað verkefni/starfsemi. Í umsókn skal skrá einn umsóknaraðila sem aðalumsækjanda.
Allar umsóknir eru metnar af matshópi NIKK, sem samanstendur af fólki með fjölbreytta hæfni og bakgrunn. Matshópurinn metur umsóknir útfrá ofangreindum skilyrðum og tekur þannig ákvörðun um styrkveitingu. Embættismannanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál og LGBTI gefst þó kostur á að beita neitunarvaldi. Ekki er hægt að kæra niðurstöðuna. Ef þörf krefur mun matshópurinn biðja umsækjendur um viðbótarskýringar meðan á matsferlinu stendur.
NIKK miðlar ákvörðun sjóðsins um styrkveitingu til umsækjenda í tölvupósti eftir að ákvörðun hefur verið tekin og embættismannanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál hefur verið gefinn kostur á að beita neitunarvaldi sínu.
Starfsemi sem hlýtur styrk skal gera samning við NIKK sem fylgir ákveðnu ferli. Eftir að samningur hefur verið undirritaður er styrkurinn greiddur út til styrkþega. Styrkþegi getur reiknað með því að útborgun eigi sér stað í fyrsta lagi einum mánuði eftir að beiðni um greiðslu hefur verið send.
Miðað er við að 85 prósent af heildarupphæð veitts styrks greiðist út eftir undirritun samnings við upphaf verkefnisins og þau 15 prósent sem eftir eru greiðast út eftir að lokaskýrslan hefur verið samþykkt.
Aðalábyrgðaraðili verkefnisins (höfuðumsækjandi) ber ábyrgð á því að skila lokaskýrslu (sjálfsmati) og fjárhagsuppgjöri í síðasta lagi tveimur mánuðum eftir að verkefninu lýkur. Ónýttur hluti styrks skal endurgreiddur til NIKK.
Lokaskýrslan skal meðal annar gera grein fyrir:
Norræni LGBTI-sjóðurinn er í umsýslu Nordisk Information för kunskap om kön (NIKK) sem er samstarfsstofnun MR-JÄM.
MR-JÄM ákveður árlega heildarúthlutunarupphæð sjóðsins í tengslum við að samþykkt fjárhagsáætlunar MR-JÄM. Fjárhagsáætlun sjóðsins er fastákveðin í tengslum við ákvörðun um heildarfjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Fjármagn sjóðsins er í formi sérstaks styrks sem NIKK er veittur í sem miðast við hina árlegu ákvörðun um fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.
Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar (NMRS) hefur eftirlit með umsýslu sjóðsins með því að vera í samræðu við NIKK. NMRS ber ábyrgð á því að undirbúa fundi og ákvarðanir varðandi sjóðinn fyrir MR/ÄK-JÄM.
Það er í verkahring NIKK að stöðugt meta hvort endurskoða þurfi viðmiðunarreglurnar til að tryggja það að markmið sjóðsins séu uppfyllt eins vel og unnt er og að koma með breytinartillögur fyrir Norrænu ráðherranefndina ef svo ber undir.
Ofangreindar viðmiðunarreglur hafa verið samþykktar af Norrænu ráðherranefndinni um jafnréttismál og LGBTI (MR-JÄM) og taka gildi frá og með styrkauglýsingu árið 2021.