Nordisk information för kunskap om kön, NIKK, er samstarfsstofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina.
Hlutverk NIKK er að vinna að markmiðum norrænu samstarfsáætlunarinnar um jafnréttismál ásamt viðaukanum um LGBTI málefni. Sú vinna snýst að mestu leyti um að taka saman og dreifa á strategískan hátt upplýsingum um rannsóknr, pólitík, þekkingu og aðgerðir útfrá samnorrænum og þverfaglegum sjónarmiðum.
NIKK hefur jafnframt umsjón með Norrænum jafnréttissjóði og Norrænum LGBTI-sjóði fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar.
Norrænu jafnréttismálaráðherrarnir hafa ákveðið að NIKK – Nordisk information för kunskap om kön skuli starfa sem samstarfsstofnun undir Nationella sekretariatet för genusforskning (ísl. Skrifstofa kynjarannsókna) sem heyrir undir Gautaborgarháskóla. Nationella sekretariatet för genusforskning við Gautaborgarháskóla hefur umsjón með NIKK á tímabilinu frá 2012 til og með 2024.
Nationella sekretariatet för genusforskning (Skrifstofa kynjarannsókna) er norræn þekkingarmiðstöð fyrir sjálfbærar aðstæður menntunar, rannsókna og atvinnulífs. Skrifstofan mætir hnattrænum og samfélagslegum áskorununum með því að leggja áherslu á kynjarannsóknir og rannsóknir sem tengjast valdi og sjálfbærni. Starfsemin fer fram í samstarfi við mismunandi aðila á landsvísu, í norrænu og alþjóðlegu samhengi. Síðan 1998 hefur Skrifstofa kynjarannsókna verið vistuð hjá Gautaborgarháskóla.
Hér er hægt að lesa meira um Nationella sekretariatet för genusforskning (á sænsku)
Hér er hægt að lesa meira um Nationella sekretariatet för genusforskning (á ensku)