Árið 2020 verða auglýstir sérstakir verkefnastyrkir í tengslum við markvisst átak um að stemma stigu við kynskiptingu á vinnumarkaði. Þeim sem hljóta styrk við þá úthlutun mun gefast kostur á að vinna yfir lengri tíma að breytingum til framtíðar. Heildarupphæð úthlutunar er fjórar milljónir danskra króna sem munu dreifast á norræn samstarfsverkefni til fjögurra ára. Auglýsingin beinist að samstarfsverkefnum sem ætlað er að þróa viðeigandi lausnir á vandamálum sem tengjast kynskiptum vinnumarkaði og koma þeim í framkvæmd.
NIKK tekur við umsóknum á tímabilinu 17 ágúst til 16 október 2020.
Upplýsingarnar á þessari síðu eru byggðar á þeim viðmiðum sem Norræna ráðherranefndin fyrir jafnréttismál (MR-JÄM) hefur ákvarðað um.
Frá árinu 2013 hefur hefur Norræna ráðherranefndin veitt styrki úr sérstökum jafnréttissjóði til verkefna sem að minnsta kosti þrjár stofnanir frá að minnsta kosti þremur löndum vinna saman að og stuðla eiga að jafnrétti. Fyrir tilstuðlan þessarar samvinnu eykst þekking á málaflokknum og dreifist þvert yfir landamæri. Við finnum sameiginlegar lausnir og lærum hvert af öðru. Með nýja verkefnastyrknum, sem nú er opinn fyrir umsóknir, er ætlunin að renna frekari stoðum undir þetta samstarf. Fjórum milljónum danskra króna (DKK) verður varið í þetta stefnumarkandi áherslusvið yfir fjögurra ára tímabil sem fer til aðila sem hljóta styrk til að vinna að breytingum til framtíðar.
Norræna ráðherranefndin óskar eftir umsóknum um styrki fyrir verkefni sem miða að því að vinna gegn kynskiptingu á vinnumarkaði. Norræna samstarfsáætlunin um jafréttismál 2019-2022 varpar ljósi á það hvernig kynskiptur vinnumarkaður er enn áskorun á sviði jafnréttismála á Norðurlöndunum. Þessi aðgreining kynjanna eftir starfsstéttum hefur mismunandi áhrif á karla og konur og birtist á hinum ýmsu sviðum, hvort sem um er að ræða völd og áhrif eða heilsu og lífsgæði. Það að við náum að brjóta upp þetta mynstur og ná fram jafnari dreifingu kynjanna, bæði milli geira og innan þeirra, skiptir sköpum fyrir mótun sjálfbærs atvinnulífs þar sem kraftar og hæfni bæði kvenna og karla ná að njóta sín. Á Norðurlöndunum er hlutfall kvenna nú hærra en karla meðal langskólagenginna. Samhliða því einkennist námsval þó snemma af kynjuðum staðalmyndum og kemur það bersýnilega í ljós þegar hlutfall kynja í hinum ýmsu fögum er skoðað og hve snemma kynjahlutverk móta sjálfsmyndir barna. Meðal annarra áríðandi þátta eru rétturinn til að vera í fullu starfi, launajafnrétti og að vera laus við kynferðislega áreitni.
Með því að hafa tímaramman fyrir verkefnin fjögur ár skapar styrkurinn forsendur fyrir vinnu með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Auglýsingin beinist beinist að samstarfsverkefnum sem ætlað er að þróa viðeigandi lausnir á vandamálum sem tengjast kynskiptum vinnumarkaði og koma þeim í framkvæmd. Umsóknir skulu innihalda skýra greiningu á ákveðnu vandamáli, markið sem tengjast greiningunni og ástæður fyrir þeim ferlum, áherslum og aðgerðum sem sett eru fram sem hluti af vinnunni við að ná þeim markmiðum.
Að verkefninu loknu skal greina frá þeim atriðum sem skiluðu mestum árangri og hvaða lærdóm megi draga af því sem ekki reyndist jafn vel. Hvert verkefni sem hlýtur styrk skal gera grein fyrir niðurstöðum sínum. Niðurstöður verkefnanna verða síðan hluti af þekkingargrunni Norrænu ráðherranefndarinnar og mun þannig gefa öðrum kost á að nýta sér þekkinguna og þróa hana áfram.
Samvinna mismunandi aðila skapar forsendur fyrir því að stemma stigu við kynskiptingu á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það hefur þróunarverkefnavinna í jafnréttimálum mest verið í höndum svipaðra samtaka og stofnana, í stað samstarfs ólíkra aðlia sem að málinu koma. Með þessari styrkauglýsingu vill Norræna ráðherranefndin mæta brýnni þörf um breytingar sem lengi hefur legið á og stuðla að áþreifanlegum breytingum til framtíðar. Auglýsingin beinist því að verkefnum sem byggja á samstarfi meðal samtaka og stofnana eins og til dæmis:
Í umsóknum ska koma fram að verkefnið verði unnið af að minnsta kosti tveimur mismunandi tegundum af samtökum eða stofnunum, til dæmis í formi samstarfs milli opinberra stofnana og frjálsra félagasamtaka. Samstarfið verður að rökstyðja með því að það muni stuðla að varanlegum breytingum.
Upphæðin sem sjóðurinn mun deila út er í heild um það bil 4 milljónir danskar krónur (DKK) og dreifist hún á 2-3 verkefni á fjögurra ára tímabili. Hvert verkefni getur sótt um á milli 1 til 2 milljóna danskra króna (DKK). Í umsókn um styrk skulu umsækjendur reikna með eigin fjármögnun eða öðrum styrkjum sem nemur að minnsta kosti 20 prósent af heildarkostnaði verkefnisins. Eigið framlag eða önnur fjármögnun getur verið í formi annarra styrkja, sjálfboðavinnu, þátttökugjalda eða annars óbeins kostnaðar.
Styrkir verða ekki veittir til fjárhaldsendurskoðunar og ferðakostnaðar (með undantekningu hvað varðar ferðakostnað fulltrúa frjálsra félagasamtaka, samtaka sem ekki eru með rekstur í hagnaðarskyni (non-profit) og boðinna fyrirlesara). Fjárhagsstuðningur er ekki veittur vegna óbeins kostnaðar eins og til dæmis launa, niðurgreiðslna eða annars rekstrarkostnaðar (til dæmis vegna leigu, rafmagns eða tölvutækni). Starfsemi sem hlýtur styrk getur átt von á því að fá lægri heildarupphæð en sótt var um eða að hljóta aðeins styrk fyrir hluta af umsókninni.
Hvert verkefni verður að fela í sér beina tengingu við að minnska kosti þrjú norðurlönd, og þá eru Færeyjar, Grænland og Álandseyjar taldar sem sér einingar. Þar að auki eru styrkir veittir til starfsemi sem inniheldur samstarf við nærliggjandi svæði þ.e.a.s. Eistland, Lettland, Litháen og norðvestur Rússland ef að minnsta kosti tvö norðurlönd taka þátt í verkefninu. Aðalumsækjandi skal vera frá einhverju norðurlandanna eða Færeyjum, Grænlandi eða Álandseyjum.
Styrkur er veittur fyrir verkefni sem hefjast sama ár og úthlutað er úr sjóðnum og lýkur innan fjögurra ára frá því að þau hefjast. Verkefni sem eru hafin áður en umsóknarferli lýkur er ekki veittur styrkur. Styrkur er heldur ekki veittur fyrir:
Í umsókninni skal gert grein fyrir því hversu vel verkefnið mætir kröfunum sem tilgreindar eru hér að neðan:
Með norrænum hag er átt við að hvaða marki verkefnið:
Að þessu leyti fer matið eftir því hversu vel umsóknirnar:
Með jafnréttispólitískum ágóða er átt við að hvaða marki verkefnið:
Að þessu leyti miðar mat umsókna við hversu vel þær:
Með sjálfbærni er átt við í hvaða mæli:
Að þessu leyti miðast mat umsókna við það hversu vel þær:
Með framkvæmd er átt við:
Að þessu leyti miðar mat umsókna við það hversu vel þær:
Í umsókninni skal gert ráð fyrir eigin framlagi eða öðrum fjárveitingum sem nemur að minnsta kosti 20% af heildarkostnaði verkefnisins. Eigið framlag eða aðrar fjárveitingar geta verið í formi styrkja, sjálfboðavinnu, þátttökugjalds eða óbeinna kostnaða.
Upphæð sem sótt er um skal vera á bilinu 1 til 2 milljónir danskar krónur (DKK).
Fjárhagsáætlun skal fylgja umsókn sem viðhengi og allir kostnaðarliðir og heildarupphæð skulu vera gefin upp í dönskum krónum (DKK). Eigið framlag og heildarkostnaður verða að vera skýr í fjárhagsáætlun. Í fjárhagsáætlun skal nákvæmlega lýst hvað hver kostnaðaliður dekkar.
Styrkir eru ekki veittir til að dekka kostnað við fjárhagsendurskoðun eða ferðalög (með undantekningu hvað varðar ferðakostnað fulltrúa frjálsra félagasamtaka eða boðinna fyrirlesara). Styrkur er heldur ekki veittur vegna óbeinna kostnaðarliða svo sem launa eða niðurgreiðslna hverskonar og annars rekstrarkostnaðar (til dæmis vegna leigu, rafmagns eða tölvutækni).