Síðan 1974 hafa Norðurlöndin unnið saman á sviði jafnréttismála í gegnum Norrænu ráðherranefndina. Í janúar 2020 jókst samstarfið, sem nær nú einnig yfir vinnuna við að standa vörð um jafnrétti, jafnræði og jöfn tækifæri LGBTI fólks á Norðurlöndunum. Á þessum síðum greinum við frá því hvernig samstarfið á sviði jafnréttismála og LGBTI-málefna lítur út í dag.
Norðurlöndin, Færeyjar, Grænland og Álandseyjar eiga margt sameiginlegt en pólitískar áherslur eru þó ekki alltaf þær sömu. Þess vegna er njótum við góðs af því að vinna saman og ræða pólitískar aðgerðir til að sjá hvaða stefnur henta best til að ná þeim sameiginlegu markmiðum sem við höfum sett okkur.
Hér er hægt að lesa meira um Norrænu ráðherranefndina. »
Jafnréttissjóður Norrænu ráðherranefndarinnar og Norrænn LGBTI-sjóður styrkja verkefni þar sem að minnsta kosti þrjár stofnanir frá að minnsta kosti þremur löndum vinna saman að jafnrétti og vinnu við að standa vörð um jafnrétti, jafnræði og jöfn tækifæri LGBTI fólks á Norðurlöndunum. Þökk sé norrænu samstarfi eykst þekking á málaflokkunum og dreifist þvert á landamæri. Við finnum sameiginlegar lausnir og lærum af hvert öðru. Síðan 2013 hafa um 80 verkefni fengið styrk frá Norrænum jafnréttissjóði. Norrænn LGBTI-sjóður auglýsir styrki í fyrsta skiptið haustið 2021. NIKK hefur umsjón með sjóðunum fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar.