Skip to main content is

Sagan okkar

Nordisk information för kunskap om kön (NIKK) hét áður Nordiskt institut för kunskap om kön og fyrir það Nordiskt institut för kvinno- och könsforskning. Stofnunin var sett á laggirnar árið 1995 sem samnorræn upplýsingamiðstöð um kynja- och jafnréttisrannsóknir á Norðurlöndunum.


NIKK átti frumkvæði að og hafði umsjón með verkefnum sem miðuðu að því að varpa ljósi á áríðandi viðfangsefni sem tengdust jafnrétti og kynjapólitík. Þessi verkefni fólu meðal annars í sér rannsóknayfirlit, úttektir, yfirlit og skýrslur.

NIKK var vistað hjá Háskólanum í Osló og var fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni. Hlutverk NIKK var að brúa bilið milli norrænna kynjarannsókna og opinberra stefna í jafnréttismálum. Starfsemi NIKK var í virkri samræðu við norrænu jafnréttismálaráðherrana (MR-JÄM) og við embættismannanefndina um jafnréttismál (ÄK-JÄM).

Árið 2011 ákvað Norræna ráðherranefndin að endurskilgreina NIKK frá því að vera samnorræn upplýsingamiðstöð í að vera samstarfsstofnun. Árið 2012 var umsjón með starfsemi NIKK sem samnorræn samstarfsstofnun auglýst til útboðs. Í verkefnaútboðinu fólst þróun á upplýsinga- og miðlunarhlutverki stofnunarinnar, að innlima umsjón með stuðningskerfi jafnréttismála og að virka sem verkefnaskrifstofa. Gautaborgarháskóli og Nationella sekretariat för genusforskning vann útboðið og starfsemi NIKK hefur heyrt undir þær stofnanir síðan 2012.

Árið 2020 var enn aukið á hlutverk NIKK sem nú einnig skyldi vinna að norrænni samvinnu varðandi jafnrétti, jafnræði og jöfn tækifæri LGBTI fólks.