Skip to main content is

Norræna ráðherranefndin

Norræna ráðherranefndin er opinber samstarfsstofnun ríkisstjórna Norðurlandanna. Norrænu jafnréttismálaráðherrarnir mynda Norrænu ráðherranefndina í jafnréttismálum og LGBTI (MR-JÄM) sem leiðir samvinnuna í þessum málaflokkum.


Ráðherrarnir hittast að minnsta kosti einu sinni á ári til að ræða saman og taka ákvarðanir um málefni þar sem samvinna leiðir til meiri áhrifa og skilvirkni en ef hvert land ynni að þeim eitt og sér – þetta köllum við norrænan hag.

Löndin skipstast árlega á að fara með formennsku í ráðherranefndinni. Það land sem fer með formennsku hverju sinni ber ábyrgð á því að forgangsraða vinnunni og samhæfa verkefni og fyrirkomulag innan ramma samstarfsáætluninnar.

Embættismannanefndin um jafnréttimál og LGBTI (ÄK-JÄM), sem samanstendur af embættisfólki frá öllum löndum og sjálfstjórnarsvæðum, hittist að minnsta kosti þrisvar á ári. Nefndin leiðir vinnuna og undirbýr fundi ráðherranna.