Skip to main content is

Okkar hlutverk

Nordisk information för kunskap om kön, NIKK, á að stuðla að sameiginlegum og lærdómi með því að taka saman og dreifa rannsóknum, upplýsingum um pólitík, aðgerðir og annarri viðeigandi þekkingu sem varðar jafnréttismál og LGBTI málefni á Norðurlöndunum á strategískan hátt.


Hlutverk NIKK er að:

  • Taka saman og dreifa dreifa rannsóknum, upplýsingum um pólitík, aðgerðir og annarri viðeigandi þekkingu sem varðar jafnréttismál og LGBTI málefni á Norðurlöndunum á strategískan hátt.
  • Upplýsa um starfsemi MR-JÄM og gera það sýnilegt á ýmis konar vettvangi.
  • Styðja MR-JÄM, embættismannanefndina (ÄK-JÄM) og formennskuna með þekkingargrundvelli og upplýsingum sem styður við verkefni sem eru í forgangi. Í þeim stuðningi felst einnig að miðla sérfræðiþekkingu, reynslu, tengslum og miðlunarleiðum sem eru mikilvæg fyrir norrænt samstarf.
  • Taka frumkvæði að starfsemi sem tengist framkvæmd norrænu samstarfs-, sviða- og framkvæmdaáætlunum á sviði jafnréttis- og LGBTI málefna.
  • Taka að sér verkefni frá Norrænu ráðherranefndinni sem rúmast innan starfsemi NIKK með því skilyrði að fjármagn fylgi og vinnan samrýmist gildandi forgangsröðun. 
  • Sjá um styrkjakerfi MR-JÄM; Norrænan jafnréttissjóð og norræna LGBTI-sjóðinn, með hliðsjón af viðmiðunarreglunum. NIKK ber einnig ábyrgð á að fylgja kerfisbundið eftir þróun verkefna sem hljóta styrk og hvernig þau vinna markvisst að því að ná markmiðum samstarfsáætlunarinnar og viðaukans um LGBTI-málefni.

Stjórn og viðmið starfseminnar eru bundin þeirri forgangsröðun sem hefur verið fastákveðin í norrænu samstarfsáætluninni um jafnrétti fyrir tímabilið 2019-2022 og í viðaukanum um LGBTI-málefni.