Norrænn jafnréttissjóður styrkir samstarf sem stuðlar að jafnrétti. Í gegnum sjóðinn auglýsir Norræna ráðherranefndin árlega styrki fyrir verkefni sem að minnsta kosti þrjár stofnanir, frá að minnsta kosti þremur Norðulöndum vinna saman að.
Verkefnin geta til dæmis stuðlað að nýrri þekkingu, deilingu á reynslu og norrænum tengslanetum.
NIKK hefur umsjón með sjóðnum fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar, þar með talið að auglýsa styrki, meta umsóknir og að fylgja niðurstöðum eftir.
Sækið um styrk milli 3.mars – 1. apríl