Viðmiðunarreglur um Norrænan jafnréttissjóð voru ákvarðaðar av Embættismannanefnd um jafnréttis- og hinsegin málefni (ÄK-JÄM) árið 2024 samkvæmt beiðni Norrænu ráðherranefndinni um jafnréttis- og hinsegin málefni (MR-JÄM). Viðmiðunarreglurnar lýsa því hvers Norræna ráðherranefndin væntir af verkefnum og aðilum sem sækja um.
Markmið sjóðsins er að efla norrænt samstarf á sviði jafnréttismála innan ramma norrænnar samstarfsáætlunar um jafnréttis- og hinsegin málefni 2025-2030 og forgangsröðun hennar.
Styrkur er veittur til verkefna sem fela í sér bæði norrænan hag og jafnréttispólitískan ávinning. Ákvörðun kann að verða tekin um tiltekin þemu sem eru í forgangi við hverja styrkauglýsingu. Slík sjónarmið eru metin aukreitis við hinar grundvallandi viðmiðunarreglur um styrkumsóknir.
Umsóknir til sjóðsins geta einnig þurft að tilgreina hvort og hvernig þau feli í sér gildandi stefnumál og aðgerðaráætlanir norrænnar samvinnu.
Allar umsóknir verða metnar út frá því hvernig þær mæta eftifarandi kröfum og áherslum:
Leiðarvísir
Með norrænum hag er átt við að hvaða leyti og í hve miklu mæli verkefnið:
Að þessu leyti fer matið eftir því hversu vel umsóknirnar:
Með jafnréttispólitískum ávinning er átt við að hvaða marki verkefnið:
Að þessu leyti miðar mat umsókna við hversu vel þær:
Með sjálfbærni er átt við í hvaða mæli:
Að þessu leyti miðast mat umsókna við það hversu vel þær:
Með framkvæmd er átt við:
Að þessu leyti miðar mat umsókna við það hversu vel þær:
Í umsókn skal gert ráð fyrir eigin framlagi eða öðrum fjárveitingum sem nemur að minnsta kosti 20% af heildarkostnaði verkefnis. Eigið framlag eða aðrar fjárveitingar geta verið í formi styrkja, sjálfboðavinnu, þátttökugjalds eða óbeins kostnaða.
Upphæðin sem sótt er um skal vera á bilinu 50 000 og 500 000 danskar krónur (DKK)
Fjárhagsáætlun ska fylgja umsókn þar sem allir kostnaðarliðir og heildarupphæð eiga að vera gefin upp í dönskum krónum. Eigið framlag og heildarskotnaður skulu vera skýrt tilgreinidir í fjárhagsáætlun. Í fjárhagsáætlun skal skýra nákvæmlega hvaða útgjöldum upphæðin sem sótt er um styrk fyrir er ætlað að mæta með tilliti til heildarkostnaðar verkefnis.
Sérstök endurskoðun er ekki nauðsynleg fyrir lokayfirlit yfir verkefni, en verkefnastjórar ættu að halda yfirlitum sínum í lagi, þannig að utanaðkomandi endurskoðun ætti auðvelt með að fá yfirsýn yfir fjármálastjórnun verkefnisins.
Styrkir verða ekki veittir fyrir endurskoðanir eða ferðakostnað (nema um sé að ræða ferðakostnað fyrir fulltrúa sjálfboðasamtaka/samtaka sem ekki eru rekin með hagnaði og boðnum ræðumönnum).
Ekki er hægt að veita stuðning vegna óbeins kostnaðar, eins og laun fyrir stuðningsaðgerðir og rekstrarkostnað eins og leigu, rafmagn og upplýsingatækni.
Styrkir eru ekki veittir til verkefna sem hafa það að markmiði að skapa fjárhagslegan ávinning eða samsvarandi fyrir styrkþega.
Starfsemi sem hlýtur styrk getur átt von á því að fá úthlutað lægri heildarupphæð en þeirri sem sótt var um eða að hljóta aðeins styrk fyrir hluta af umsókninni. Í slíkum tilfellum þarf samningsgerðin endurskoðun á verkefna- og fjárhagsáætluninni með tilliti til þeirrar upphæðar sem veitt er.
Eftirfarandi starfsemi á kost á að hljóta styrk:
Jafnréttissjóðurinn beinir sér að breiðum markhópi og tekur á móti umsóknum um styrki frá ýmsum stofnunum og starfsemi, meðal annars frá:
Að hverju verkefni verða að koma að aðilar frá að minnsta kosti þremur af eftirtöldum löndum:
Verkefni sem felur í sér samstarfsaðila frá Eistlandi, Lettlandi eða Litháen, getur komið að verkefnum sem fela í sér þátttöku að minnsta kosti tveggja norrænna landa/svæða. Aðalumsækjandi skal vera frá norrænu landi/svæði. Að öðru leyti gildir sú stefna Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf við önnur ríki en Norðurlönd sem ríkjandi er hverju sinni.
Stofnanir sem heyra undir eða eru að hluta til fjármagnaðar af norrænu samstarfi geta komið að verkefni en koma ekki í stað stofnunnar samkvæmt kröfunum sem nefndar eru hér að ofan. Þeirra þátttaka verður ekki fjármögnuð með styrkfjármagni.
Sjóðurinn fjármagnar verkefni sem hefjast í síðasta lagi sex mánuðum frá undirritun samnings og lýkur í síðasta lagi tveimur árum frá undirritun samnings. Verkefni sem hefjast áður en samningur er undirritaður fá ekki styrkúthlutun.
Umsóknir skulu annað hvort skrifaðar á einhverju skandínavísku tungumálanna (sænsku, dönsku eða norsku) eða ensku á þar til gert rafrænt umsóknareyðublað sem finna má á heimasíðu NIKK (www.nikk.no). Rafrænt umsóknarkerfi verður gert aðgengilegt á NIKK u.þ.b. mánuði fyrir síðasta umsóknardag.
Með umsókn um styrk skal fylgja bæði verkefna- og fjárhagsáætlun fyrir fyrirhugaða starfsemi. Í umsókninni skal einn af umsækjendunum tilgreindur sem aðalábyrgðaraðili verkefnis.
NIKK miðlar ákvörðun sjóðsins um styrkveitingu til umsækjenda í tölvupósti eftir að ákvörðun hefur verið tekin og embættismannanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnrétti og hinsegin málefni hefur verið gefinn kostur á að beita neitunarvaldi sínu. Ekki er hægt að kæra ákvörðunina.
Verkefni sem hljóta styrk skulu gera samning við NIKK samkvæmt sérstökum verklagsreglum. Útborgun getur átt sér stað þegar samningurinn hefur verið undirritaður.
Miðað er við að 75 prósent af heildarupphæð veitts styrks greiðist út eftir beiðni um útgreiðslu á styrk í upphafi verkefnisins og að afgangur upphæðinnar, allt að 25 prósent, greiðist út eftir að lokaskýrslan hefur verið samþykkt.
Aðalábyrgðaraðili verkefnisins (höfuðumsækjandi) ber ábyrgð á því að skila lokaskýrslu (sjálfsmati) og fjárhagsuppgjöri í síðasta lagi tveimur mánuðum eftir að verkefninu lýkur. Ónýttur hluti styrks skal endurgreiddur til NIKK.
Lokaskýrsla skal meðal annars gera grein fyrir: