Skip to main content is

Viðmiðunarreglur


Markmið og viðmið

Markmið sjóðsins er að hvetja til norræns samstarfs á sviði LGBTI-málefna innan ramma norrænnar samstarfsáætlunar um jafnréttis- og hinsegin málefni 2025-2030.

Styrkir eru veittir til verkefna sem fela í sér bæði norrænan hag og hinsegin gildi og áhrifamátt.  MR-JÄM getur, í gegnum embættismannanefndina um jafnrétti og hinsegin málefni (ÄK-JÄM), ákveðið að leggja áherslu á eitthvað sérstakt málefni eða þema til að styðja við í hverri styrkauglýsingu, en slíkt er þá metið aukalega við þær viðmiðunarreglur sem hér eru tilgreindar.

Umsóknir til sjóðsins geta einnig þurft að tilgreina hvort og hvernig þau feli í sér gildandi stefnumál og aðgerðaráætlanir norrænnar samvinnu.

Allar umsóknir verða að tilgreina hvernig verkefnið mætir eftirfarandi kröfum og stefnum og verða metnar útfrá því hvernig þessir þættir eru ávarpaðir: 

Leiðarvísir

a) Norrænn hagur

Með norrænum hag er átt við að hvaða marki verkefnið:

  • Getur af sér áþreifanleg og jákvæð áhrif sem verður fyrir tilstilli norræns samstarfs í samanburði við þau áhrif sem hefðu náðst ef verkefnið hefði aðeins verið unnið á landsvísu.  
  • Sýnir fram á og þróar norrænan félagsskap, samkennd og samstöðu innan sem utan svæðisins. 
  • Stuðlar að nýjum innviðum sem styrkja og bæta norrænt samstarf í LGBTI-málefnum. 
  • Mætir á uppbyggjandi hátt áskorunum sem fylgja norrænu samstarfi, eins og til dæmis hindrunum á landsvísu eða mismun milli landanna. 

Að þessu leyti fer matið eftir því hversu vel umsóknirnar: 

  • Færa rök fyrir kostum þess að vinna verkefnið í norrænu samstarfi. 
  • Gera grein fyrir mati þátttakenda á hvort tveggja ágóða og áskorunum þeim sem þau telja að felist í samstarfi sem nær yfir landamærin.  
  • Að þessu leyti fer matið eftir því hversu vel umsóknirnar:
  • Færa rök fyrir kostum þess að vinna verkefnið í norrænu samstarfi.
  • Gera grein fyrir mati þátttakenda á hvort tveggja ágóða og áskorunum þeim sem þau telja að felist í samstarfi sem nær yfir landamærin. 

b) Hinsegin gildi og áhrifamáttur

Með hinsegin gildum og áhrifamætti er átt við á hvaða hátt verkefnið:

  • Miðar að því að ávarpa og mæta vandamálum eða hindrunum sem takmarka réttindi og  hindra jöfn tækifæri hinsegin fólks á Norðurlöndunum
  • Stuðlar að nýjungum/breytingum og/eða miðlun á reynslu og þekkingu, vinnuverklagi, eða líkönum tengdum vinnu fyrir jafnrétti, jafnræði og jöfn tækifæri hinsegin fólks á Norðurlöndunum. 
  • Stuðlar að því að mæta áskorunum sem borið hefur verið kennsl á norrænu samstarfsáætlunina um jafnrétti og hinsegin málefni 2025-2030 


Í þessu sambandi fer matið eftir því hversu vel umsóknirnar:

  • Lýsa  þeim áskorunum tengdum jöfnum tækifærum hinsegin fólks sem umsækjendur hafa borið kennsl á og verkefninu er ætlað að ávarpa og mæta og hvernig umsækjendur útlista þann skilning sem samstarfsaðilar hafa á viðfangsefnunum miðað við þá fræðilegu þekkingu og/eða reynslu sem til staðar er. 
  • Bera vitni um þekkingu á vinnu sem þegar hefur verið unnin á sviðinu, þar með talið á þekkingu og rannsóknum tengdum vandamálinu sem verkefninu er ætlað að ávarpa og mæta. Í ljósi þess skal skýrt hvernig verkefnið mun stuðla að breytingum á eða viðbót við þá þekkingu sem þegar er til staðar. 

c) Sjálfbærni/langtímasjónarmið

  • Þróun og framkvæmd verkefnisins opnar möguleika annarra á að tileinka sér niðurstöður þess og draga lærdóm af hvort tveggja árangri sem náðst hefur og erfiðleikum við vinnslu verkefnisins. 
  • Vænst er þess að niðurstöður og framlög hafi varanleg áhrif, meðal annars með því að innviðir og afurðir verkefnisins eins og til dæmis tengslanet, vefsvæði, skýrslur og fleira séu gerð varanleg og verði aðgengileg viðeigandi markhópum.  

Að þessu leyti miðast mat umsókna við það hversu vel þær:

  • Skýra hvernig og til hvaða markhópa samstarfsaðilar ætla sér að miðla upplýsingum um verkefnið og niðurstöður þess. Sömuleiðis hvernig áætlað er að halda þessum upplýsingum til haga þannig að þær séu aðgengilegar viðeigandi markhópum eftir að verkefninu lýkur.

d) Framkvæmd

Með framkvæmd er átt við:

  • Í ljósi hæfni og reynslu umsækjenda, hversu líklegt er að verkefnið verði framkvæmt með þeim hætti sem umsækjendur hafa tilgreint í umsókninni? 
  • Hvaða forsendur hafa umsækjendur og samstarfsaðilar til að geta unnið saman? Tilgreinið að hvaða leyti samstarfsaðilar að umsókninni leggja af mörkum mismunandi hæfni, sjónarmið og reynslu og hvernig þau vega upp á móti hvort öðru og mynda góða heild. 

Að þessu leyti miðar mat umsókna við það hversu vel þær:

  • Skýra hvernig samstarfsaðilar ætla að fara að því að mæta þeim vandamálum sem hafa verið greind. Gera skal grein fyrir og rökfæra val á aðferðafræði og verklagi með tilliti til þeirra niðurstaðna sem verkefninu er ætlað að ná og þeim lærdómi sem hægt er að draga í kjölfarið.  
  • Skýra hvað aðalumsækjandi og samstarfsaðilar leggja af mörkum til verkefnisins og tilgreina reynslu af svipuðu samstarfi ef hún er til staðar.  

e) Trúverðuleiki fjárhagsáætlunar

Í umsókninni skal gert ráð fyrir eigin framlagi eða öðrum fjárveitingum sem nemur að minnsta kosti 20% af heildarkostnaði verkefnisins. Eigið framlag eða aðrar fjárveitingar geta verið í formi styrkja, sjálfboðavinnu, þátttökugjalds eða óbeinna kostnaðar. 

Upphæð sem sótt er um skal vera á bilinu 50 000 og 500 000 danskar krónur (DKK). 

Fjárhagsáætlun skal fylgja umsókn sem viðhengi og allir kostnaðarliðir og heildarupphæð skulu vera gefin upp í dönskum krónum.  

Eigið framlag og heildarkostnaður verða að vera skýr í fjárhagsáætlun. Í fjárhagsáætlun skal nákvæmlega lýst hvað hver kostnaðarliður dekkar. 

Sérendurskoðun er ekki nauðsynleg fyrir endanleg reikningsskil verkefna, en verkefnastjórar ættu að hafa röð og reglu á reikningum sínum, þannig að utanaðkomandi endurskoðun geti auðveldlega fengið yfirlit yfir fjármagnsstjórnun verkefnisins. 

Fjárstuðningur verður ekki veittur fyrir endurskoðun. Fjármögnun verður ekki veitt fyrir ferðakostnaði (að undanskildum ferðakostnaði fulltrúa frjálsra félagasamtaka og boðinna fyrirlesurum). 

Óbeinn kostnaður eins og laun fyrir stuðningsaðgerðir og rekstarkostnaður eins og leiga, rafmagn og upplýsingatækni er ekki fjármagnaður.  

Styrkir eru ekki veittir til verkefna sem hafa það að markmiði að stuðla að fjárhagslegum eða annars konar gróða fyrir styrkaðila.

Starfsemi sem hlýtur styrk getur átt von á því að fá lægri heildarupphæð en sótt var um eða að hljóta aðeins styrk fyrir hluta af umsókninni. Í slíkum tilfellum, er verktakastarfsemi háð endurskoðun á verkefnaáætlun með tilliti til þeirrar upphæðar sem veitt er.  


Kröfur varðandi starfsemi og styrkþega

Eftirfarandi starfsemi á kost á að hljóta styrk:

  • Skipulagning norrænna samkoma eða hittinga. 
  • Þekkingarsköpun 
  • Myndun tengslaneta 
  • Verkefni sem tengjast innra starfi stofnana eða félagasamtaka
  • Þátttaka frjálsra félagasamtaka í norrænum eða alþjóðlegum ráðstefnum/samkomum/námskeiðum/fundum 

Norrænn hinsegin sjóður beinir sér að breiðum markhópi og tekið er við umsóknum frá margbreytilegum hópi stofnana og samtaka, eins og til dæmis: 

  • Sjálboðaliðasamtök
  • Tengslanet og hagsmunasamtök
  • Opinberum stofnunum og annarri opinberri starfsemi 
  • Aðilum eða samtökum sem ekki eru með rekstur í hagnaðarskyni
  • Litlum og meðalstórum fyrirtækum 

Verkefnið fjármagnar ekki verkefni þar sem samstarfsaðilar eru stjórnmálaflokkar eða einstaklingar

Hvert verkefni verður að fela í sér samstarfsaðila frá að minnsta kosti þremur af eftirfarandi löndum/svæðum: 

  • Danmörk 
  • Finnland  
  • Færeyjar  
  • Grænland
  • Ísland 
  • Noregur 
  • Svíþjóð 
  • Álandseyjar 

Verkefni sem felur í sér samstarfsaðila frá Eistlandi, Lettlandi eða Litháen, getur komið að verkefnum sem fela í sér þátttöku að minnsta kosti tveggja norrænna landa/svæða. Aðalumsækjandi skal vera frá norrænu landi/svæði. Að öðru leyti gildir sú stefna Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf við önnur ríki en Norðurlönd sem ríkjandi er hverju sinni. 

Stofnanir sem heyra undir eða eru að hluta til fjármagnaðar af norrænu samstarfi geta komið að verkefni en koma ekki í stað stofnunnar samkvæmt kröfunum sem nefndar eru hér að ofan. Þeirra þátttaka verður ekki fjármögnuð með styrkfjármagni.

Sjóðurinn fjármagnar verkefni sem hefjast í síðasta lagi sex mánuðum frá undirritun samnings  og lýkur í síðasta lagi tveimur árum frá undirritun samnings. Verkefni sem hefjast áður en samningur er undirritaður fá ekki styrkúthlutun.


Umsókn og skilafrestir

Umsóknir skulu vera á einu hinna þriggja skandinavísku tungumálanna eða ensku og gerðar á þar til gert umsóknareyðublað sem hægt er að nálgast á heimsíðu NIKK (www.nikk.no) Ansökan sker på ett av de tre skandinaviska språken eller engelska och görs på särskilt utformat formulär på NIKK:s webbplats (www.nikk.no). Umsóknareyðublaðið verður aðgengilegt á www.nikk.no um það bil einum mánuði áður en umsóknarfrestur rennur út. 

Með umsókn ska fylgja tímaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir fyrirhugað verkefni/starfsemi. Í umsókn skal skrá einn umsóknaraðila sem aðalumsækjanda. 


Ákvörðun, samningur og skýrslugerð

NIKK miðlar ákvörðun sjóðsins um styrkveitingu til umsækjenda í tölvupósti eftir að ákvörðun hefur verið tekin og embættismannanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnrétti og hinsegin málefni hefur verið gefinn kostur á að beita neitunarvaldi sínu. Ekki er hægt að kæra ákvörðunina.

Verkefni sem hljóta styrk skulu gera samning við NIKK samkvæmt sérstökum verklagsreglum. Útborgun getur átt sér stað þegar samningurinn hefur verið undirritaður.

Miðað er við að 75 prósent af heildarupphæð veitts styrks greiðist út eftir beiðni um útgreiðslu á styrk í upphafi verkefnisins og að afgangur upphæðinnar, allt að 25 prósent, greiðist út eftir að lokaskýrslan hefur verið samþykkt.  

Aðalábyrgðaraðili verkefnisins (höfuðumsækjandi) ber ábyrgð á því að skila lokaskýrslu (sjálfsmati) og fjárhagsuppgjöri í síðasta lagi tveimur mánuðum eftir að verkefninu lýkur. Ónýttur hluti styrks skal endurgreiddur til NIKK. 

Lokaskýrslan skal meðal annar gera grein fyrir: 

  • Hvernig þjónaði verkefnið norrænum hag og samstarfi? 
  • Hver voru hinsegin gildi og áhrifamáttur verkefnisins?
  • Hverju hefur verkefnið stuðlað að (til dæmis vörur, þekking, verkferlar og verklagsreglur)? 
  • Hvernig hefur hefur upplýsingum um starfsemina/verkefnið verið miðlað  (til hversu margra einstaklinga/landa hefur upplýsingum verið miðlað, til hvaða markhópa og eftir hvaða farvegum)?
  • Hvernig mun upplýsingum um samstarfið og niðurstöðum verkefnisins verða miðlað í framhaldinu og hvernig munu þær upplýsingar nýtast styrkþegum (stofnunum eða samtökum sem stóðu að verkefninu) í framtíðinni? 
  • Hverjir eru mikilvægustu lærdómarnir sem hægt er að draga af vinnu verkefnisins?

Umsýsla sjóðsins

Norræni LGBTI-sjóðurinn er í umsýslu Nordisk Information för kunskap om kön (NIKK) sem er samstarfsstofnun MR-JÄM. 

MR-JÄM ákveður árlega heildarúthlutunarupphæð sjóðsins í tengslum við að samþykkt fjárhagsáætlunar MR-JÄM. Fjárhagsáætlun sjóðsins er fastákveðin í tengslum við ákvörðun um heildarfjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Fjármagn sjóðsins er í formi sérstaks styrks sem NIKK er veittur í sem miðast við hina árlegu ákvörðun um fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. 

Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar (NMRS) hefur eftirlit með umsýslu sjóðsins með því að vera í samræðu við NIKK. NMRS ber ábyrgð á því að undirbúa fundi og ákvarðanir varðandi sjóðinn fyrir MR/ÄK-JÄM. 

Það er í verkahring NIKK að stöðugt meta hvort endurskoða þurfi viðmiðunarreglurnar til að tryggja það að markmið sjóðsins séu uppfyllt eins vel og unnt er og að koma með breytinartillögur fyrir Norrænu ráðherranefndina ef svo ber undir. 

Ofangreindar viðmiðunarreglur hafa verið samþykktar af Norrænu ráðherranefndinni um jafnréttismál og LGBTI (MR-JÄM) og taka gildi frá og með styrkauglýsingu árið 2021 (og voru uppfærðar 2023).