Hlutverk okkar
Hlutverk stofnunarinnar NIKK, Norrænar upplýsingar um kyn, er að stuðla að uppfræðslu með því að taka saman, greina og markvisst miðla rannsóknum, pólitískum stefnumálum, reynslu og öðrum mikilvægum upplýsingum á sviði jafnréttis- og hinsegin málefna á Norðurlöndunum.
NIKK er samnorræn samstarfsstofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. NIKK er rekin af skrifstofu kynjarannsókna við Gautaborgarháskóla (Nationella sekretariatet för genusforskning vid Göteborgs universitet) á tímabilinu 2025-2030.
Með því að skapa þekkingu, dreifa þekkingu og mynda tengslanet stuðlar NIKK að því að markmið hins norræna samstarfs á sviði jafnréttis og hinsegin málefna 2025-2030 verði uppfyllt með því að:
- Safna, framleiða, greina og dreifa þekkingu um stefnumál, hugmyndafræði og reynslu sem skiptir máli fyrir svið jafnréttis- og hinsegin málefna á Norðurlöndunum.
- Gera hið norræna samstarf um jafnréttis- og hinsegin málefni sýnilegt í norrænu og alþjóðlegu samhengi og samhengi þjóðmála, þar sem við á.
- Þróa aðgerðir og pólitískar stefnuskrár með það að sjónarmiði að upfylla samstarfsáætlunina og þróa hugmyndafræði í jafnréttis- og hinsegin málefnum á Norðurlöndunum sem byggð er á rannsóknum, til stuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttis- og hinsegin málefni, embættismannefnd hennar, formennsku og skrifstofu.
- Greiða fyrir stofnun tengslaneta og umræðuvettvanga fyrir aðila sem starfa að jafnréttis- og hinsegin málefnum, með það að markmiði að deila reynslu og miðla þekkingu um pólitík og reynslu.
- Stýra Norrænum jafnréttissjóði og Norrænum hinsegin sjóði á tímabilinu 2025-2030 samkvæmt þeim viðmiðum sem ákvörðuð hafa verið af embættismannanefndinni. NIKK ber ábyrgð og hefur umboð til að nýta niðurstöður styrkverkefna til að uppfylla norræna samstarfið um jafnrétti og hinsegin málefni 2025-2030.
- Þróa og skipuleggja verkefni sem og sjá um að setja niðurstöður þeirra í samhengi, miðla þeim og hafa umsjón með þeim að verkefnunum loknum.
- Miðla norrænni sýn og niðurstöðum í samstarfi við norræna, alþjóðlega og samþjóðlega aðila, stofnanir, félög, tengslanet og félagasamtök – og umhverfi á sviði jafnréttis og hinsegin málefna.
- Stýra og hafa umsjón með Norrænum jafnréttissjóði og Norrænum hinsegin sjóði sem og að hafa umsjón með þeim niðurstöðum sem skapast af sjóðspeningum, setja þær í samhengi og miðla þeim.
- NIKK kann að vera úthlutað fleiri verkefnum samhliða auknum fjárveitingum frá Norrænu ráðherranefndinni um jafnréttis og hinsegin málefni sem og frá öðrum málaflokkum sem heyra undir Norrænu ráðherranefndina.