Skip to main content is

Um okkur

Norrænar upplýsingar um kyn, NIKK, er samstarfsstofnun sem starfar undir Norrænu ráðherranefndinni um jafnrétti- og hinsegin málefni. Við söfnum saman, miðlum og greinum þekkingu um stjórnmál, reynslu og praktík, staðreyndum og rannsóknarniðurstöðum á sviði jafnréttis- og hinsegin málefna, með norrænu og þverfaglegu sjónarhorni.


Starfssvið stofnunarinnar NIKK snertir margar helstu áskoranir samtímans og tengist heimsmakrmiðunum um sjálfbæra þróun. Starfið byggir á og rannsóknum og stofnunin leggur sitt af mörkum til að dýpka og greina þá þekkingu sem til staðar er, með norrænu og þverfaglegu sjónarhorni.

NIKK leikur einstakt norræna hlutverk og er í raun viðbótarauðlind fyrir aðila sem starfa innan þjóðríkjanna. Við störfum bæði með aðilum sem starfa innan þjóðríkjanna og með aðilum sem starfa þvert á Norðurlönd, til dæmis fyrir norræna viðburði, þar sem við deilum þekkingu okkar.

Hlutverk okkar felst einnig í að hafa umsjón með Norræna jafnréttissjóðinum og Norræna hinsegin sjóðinum.

NIKK er rekin af skrifstofu kynjarannsókna við Gautaborgarháskóla (Nationella sekretariatet för genusforskning vid Göteborgs universitet) á tímabilinu 2025-2030.

Hér er lægt að lesa meira um hlutverk NIKK.

Nationella sekretariatet för genusforskning

Nationella sekretariatet för genusforskning (Skrifstofa kynjarannsókna) er norræn þekkingarmiðstöð fyrir sjálfbærar aðstæður menntunar, rannsókna og atvinnulífs.  Skrifstofan mætir hnattrænum og samfélagslegum áskorununum með því að leggja áherslu á kynjarannsóknir og rannsóknir sem tengjast valdi og sjálfbærni. Starfsemin fer fram í samstarfi við mismunandi aðila á landsvísu, í norrænu og alþjóðlegu samhengi.  Síðan 1998 hefur Skrifstofa kynjarannsókna verið vistuð hjá Gautaborgarháskóla.

Hér er hægt að lesa meira um Nationella sekretariatet för genusforskning (á sænsku)

Hér er hægt að lesa meira um Nationella sekretariatet för genusforskning (á ensku)